Fréttir

25.10.2017

Borgarlínan

Þórarinn Hjaltason

Rótarýfundurinn 24. október var í umsjón Starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Kristófer Þorleifsson. Fyrirlesari á fundinum var Þórarinn Hjaltason umhverfisverkfræðingur, sem ræddi um ókosti fyrirhugaðrar borgarlínu. Þriggja mínútna erindi flutti Margrét María Sigurðardóttir.

Í þriggja mínútna erindi sínu sagði Margrét María frá því að hún væri nýbyrjuð í starfi sem forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, sem er ríkisappart á meðan að Blindrafélagið eru frjáls félagasamtök. Lýsti hún í sltuttu máli þörfum þessa nýja hóps sem hún var að vinna með og hvernig hún reyndi að lifa sig inn í þeirra heim til að skilja betur þeirra stöðu.

Fundurinn var í umsjón Starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Kristófer Þorleifsson og kynnti hann fyrirlesarann Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðing. Þórarinn tók verkfræðipróf frá Cambridge og var síðan í framhaldsnámi í Danmörku. Hann vann hjá Reykjarvíkurborg og Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins og var auk .þess í nokkur ár hjá Kópavogsbæ og var á þeim tíma félagi í Rótaryklúbbi Kópavogs.

Þórarinn vitnaði í skýrslu um Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 þar sem fram koma hugmyndir um léttlestir eða hraðvagna á höfuðborgarsvæðinu. Þó að allt benti til að búið væri að velja lausnina með hraðvögnum sem er mun ódýrari eða um 70 milljarðar þá taldi hann það allt of mikinn kostnað til að slík lausn væri ásættanleg. Mikil óvissa væri um þróun umferðar meðal annars vegna sjálfkeyrandi bíla sem kæmu líklega á markað á árunum 2020-2030.