Bandarísk stjórnmál og utanríkismál í aðdraganda forsetakosninga
Bogi Ágústsson
Rótarýfundurinn 20. september var í umsjón alþjóðanefndar. Bogi Ágústsson, fréttaþulur og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, flutti erindi um bandarísk stjórnmál.
Eiríkur Líndal flutti 3ja mín erindi.
Í þriggja mínútna erindi sínu ræddi Eiríkur Líndal um póstþjónustuna og ljóta og útkrotaða póstkassa sem honum þótti vera þjónustunni til vansa. Við nánari skoðun reyndust útkrotaðir kassar aðallega vera í Miðbænum.
Guðmundur Ólafsson lýsti úrslitum á sameiginlegu Golfmóti Rótaryklúbbs Kópavogs og Rótaryklúbbsins Borga. Grétar Leifsson náði bestum árangri á mótinu og fékk fyrir það nafn sitt á Stefánsbikarinn auk þess heiðurs að fá að sjá um mótið á næsta ári. Árangur Grétars var slíkur að hann dugði til þess að sveit Rkl. Kópavogs sigraði sveit Borga í annað sinn í röð. Sjá einnig sérstaka frétt um golfmótið 2.9.2016.
Sævar Geirsson formaður Alþjóðanefndar kynnti fyrirlesarann Boga Ágústsson fréttaþul og dagskrárgerðamann sem þurfti ekki ítarlega kynningu hafandi verið inni á heimilum landsmanna árum saman.
Bogi ræddi um Bandarísk stjórnmál með áherslu á utanríkismál í tilefni af forsetakosningunum. Bogi benti á hversu ólíkir frambjóðendurnir væru og mjög stór hópur kjósenda væri í þeirri stöðu að þurfa að velja á milli tveggja kosta sem menn teldu báða slæma.