Fréttir
  • Guðmundur Björnsson

23.8.2011

Rótarýfundur 23. ágúst - Guðmundur Björnsson, fulltrúi umdæmisins á löggjafarþingi Rotary International

Á fundinum fjallaði Guðmundur Björnsson, fulltrúi umdæmisins á löggjafarþingi Rotary International, um þingið og sérstaklega þau mál, sem snúa að umdæminu á Íslandi. Sævar Geirsson flutti 3ja mínútna erindi.

Í upphafi fundarins gerði forseti gerði grein fyrir erindum sem klúbbnum hafa borist.:

1. Móttaka GSE hóps frá Ástralíu í september-október 2011. Ósk um að taka á móti hópnum ásamt Rkl. Borgum dagana 19.-22. október, sjá þeim fyrir gistingu og fæði þessa daga og fara með þeim í skoðunarferð á fimmtudeginum. Forseti ræðir við Rkl Borgir varðandi skipulag og skiptingu milli klúbbanna.

2. Erindi frá Almari Grímssyni þar sem hann gerir grein fyrir ferðamöguleikum á íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum. Erindi vísað til ferðanefndar.

Jón Emilsson kvaddi sér hljóðs og gerði nánar grein fyrri væntanlegri ferð á Reykjanes.

Haukur Ingibergsson kvaddi sér hljóðs og greindi frá því að Árni Hermannsson hefði haft samband og greint frá því að áformað væri að endurtaka Indlandsferð sem farin var á síðasta vori og hópur Rótarýfélaga fór í. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þessa ferð nánar hafi samband við Hauk eða Guðmund Jens.

3ja mínútna erindi flutti Sævar Geirsson. Gerði hann að umtalsefni fátækt á Íslandi. Sagði hann sögu sjómanns sem slasaðist á sjó og hefur ekki fengið bætur eftir slys og á ekki pening fyrir mat nema fyrstu daga hvers mánaðar. Það sem eftir er mánaðar lifir hann nánast á baunum og hrísgrjónum. Sævar spurði: „Ágætu félagar, viljum við hafa þetta svona“

Fundurinn var í umsjón Rotaryfræðslunefndar. Formaður hennar er Jóhann Árnason og kynnti hann fyrirlesara dagsins Guðmund Björnsson, Rkl Keflavíkur og fyrrverandi umdæmisstjóri 2006 til 2007.

Guðmundur er fæddur 1945, kvæntur Vilborgu Georgsdóttur. Hann nam byggingarverkfræði í Danmörku, starfaði þar um tíma en síðan í Keflavík, fyrst hjá Fjarhitun og síðan hjá Verkfræðistofu Suðurnesja sem hann stofnaði ásamt fleirum. Frá 1996 hefur hann starfað hjá Hitaveitu Suðurnesja, síðar HS Orku og HS Veitum.

Guðmundur var fulltrúi umdæmisins á löggjafarþingi RI 2010 og mun einnig sitja næsta þing 2013.

Í upphafi gerði Guðmundur í stuttu máli grein fyrir núverandi lagaumhverfi RI og Rótarýklúbbanna. Þá gerði Guðmundur grein fyrir síðasta þingi sem haldið var í apríl 2010. Mættir voru 527 fulltrúar af 531.

Helstu nýjungar eru:

• samþykkt var heimild til að stofna netklúbba.

• samþykkt að í stjórnum sæti fráfarandi forseti (nýtt) auk forseta og verðandi forseta.

• samþykkt heimild til að veita félaga undanþágu frá fundarsókn mest í 12 mán. Undanþága frá mætingarskyldu er nú bundin við 65 ára aldur. Þeir sem undanþegnir eru mætingarskyldu eiga að teljast í mætingarprósentu.

• Umdæmisþing eru nú haldin að hausti en formót í mars-apríl(fræðsla fyrir forseta og ritara)

• Fimmta þjónustuleiðin „Unga kynslóðin“ var bætt við þjónustuleiðir hreyfingarinnar. Þessi breyting var samþykkt með 263 atkvæðum gegn 250 meðan aðrar breytinga voru samþykktar nánast samhljóða.

• Á þinginu var samþykkt breyting á umdæmamörkum þannig að klúbbar séu að lágmarki 33 (30) og félagar 1200 (1000). Breytingin tekur gildi 1. júlí 2012. 302 samþykktu en 193 voru á móti.