Fréttir

5.6.2018 : Starfsskilafundur 2018

Einar Benjamínsson tók við embætti forseta klúbbsins á starfsskilafundi sem haldinn var á Grand Hotel Reykjavík hinn 4. júní. Fjölbreytt starfsemi á síðasta starfsári, sem Örn Gylfason, forseti klúbbsins og meðstjórnendur hans skipulögðu, var rifjuð upp.

Lesa meira

2.6.2018 : Styrkur frá klúbbnum afhentur við útskrift í FB

Meðfylgjandi myndir voru teknar við útskrift í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti föstudaginn 25. maí sl. þar sem Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari, afhenti styrk rótarýklúbbsins Reykjavík-Breiðholt til Daníels Orrasonar, sem útskrifaðist frá rafvirkjabraut. Daníel Orri var formaður nemendafélagsins síðastliðið skólaár og hefur unnið ötullega að félagsmálum á námstíma sínum.

Lesa meira

4.10.2017 : Haustlitaferðin 2017

Haustlitaferð Rótarýklúbbsins Reykjavík-Breiðholt sl. laugardag 30. september tókst með miklum ágætum. Farið var austur fyrir Fjall og útsýnis notið í haustsólinni yfir marglitan gróðurinn.

Lesa meira

3.10.2017 : Fundur með umdæmisstjóra

Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri, og eiginkona hans Guðný Jónsdóttir voru gestir á fundi klúbbsins 2. október sl. Knútur heimsækir alla rótarýklúbba í landinu nú á haustdögum og gerir rótarýfélögum grein fyrir stefnumálum sínum.

Lesa meira

1.2.2017 : Landlæknir ræddi stefnumótun í heilbrigðismálum

Birgir Jakobsson, landlæknir, var gestur klúbbsins og fyrirlesari á fundi 30. janúar sl. Flutti hann afar fróðlegt erindi um heilbrigðismálin á Íslandi sem eru efst á baugi í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir eins og kunnugt er.

Lesa meira