Fréttir
  • Séra Valgeir og Vilhjálmur afhjúpuðu minnismerkið.

6.5.2013


Minnismerki um fyrstu kirkjuna í Breiðholti

Rótarýklúbburinn Reykjavík- Breiðholt hefur látið gera minnismerki um fyrsta kirkjustaðinn í Breiðholti.

 

Sagnir herma að kirkja eða bænhús hafi þegar verið reist á jörðinni  Breiðholt árið 1325 en hún var í eigu Viðeyjarklausturs fram að siðaskiptum. Minnismerkið er staðsett  í námunda  við hið forna bæjarstæði  Breiðholtsbæjarins, við göngustíginn á svæði við Skógarsel í Seljahverfi.Klúbbfélagar við athöfnina.
Á þúsund ára afmæli kristni í landinu árið 2000 ákváðu rótarýklúbbar á höfuðborgarsvæðinu að setja upp minnismerki um forna kirkjustaði í Reykjavík og nágrenni. Gísli B. Björnsson félagi í klúbbnum hannaði merkið. Vegna skipulagsvinnu í námunda við bæjarstæðið var verkefninu ekki lokið fyrr en sl. sunnudag  5. maí. Þá komu  félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt saman til stuttrar athafnar við minningarsteininn.  Gengu þeir fylktu liði frá Seljakirkju að lokinni messu,  þar sem Friðrik Alexandersson, forseti  klúbbsins og fyrrverandi formaður sóknarnefndar, prédikaði.
Friðrik forseti klúbbsins gerði grein fyrir verkefninu.Við afhjúpun minningarsteinsins  sagði klúbbforsetinn:  ”Nú um leið og við í klúbbnum færum Breiðholtshverfi og öðrum borgarbúum þennan stein vil ég þakka þeim sem ötulast hafa unnið fyrir okkur í að ljúka þessu máli en þar hafa verið í fararbroddi:
- Gunnar Óskarsson sem af fagmennsku hefur lagt fram þau gögn sem hefur þurft til .
- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssson og Valgeir Ástráðsson sem komu málinu í réttan farveg hjá embættismönnum.
- Og síðast en ekki síst Jónína Bjartmarz og Ingvar Pálsson sem hafa verið ötul við að annast öll samskipti við steinsmiðjuna Sólsteina og verktakann Vorverk sem sá um að koma steininum á sinn stað.”
                                                                                                                             Texti og myndir Markús Örn Antonsson.

Verkefnisstjórnin: Ingvar,Friðrik,Gunnar,Valgeir,Jónína,Vilhjálmur.Skjöldurinn sem Gísli B. Björnsson hannaði.