Fréttir
  • Gerðubergskórinn söng nokkur lög á klúbbfundinum

21.11.2012

Gerðubergskórinn í heimsókn hjá klúbbnum

Gerðubergskórinn veitti viðtöku ferðastyrk frá klúbbnum á fundi 19. nóvember sl. Er þetta í annað sinn sem kórinn hlýtur slíkan styrk.

Kári Friðriksson er stjórnandi kórsinsGerðubergskórinn er söngsveit eldri borgara sem hefur aðsetur fyrir æfingar sínar í félagsmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti.Friðrik Alexandersson, forseti klúbbsins, og Sigurður Már Helgason, kórfélagi Á undanförnum árum hefur kórinn verið þátttakandi í viðburðum víða og m.a. heimsótt samkomustaði eldri borgara til að skemmta viðstöddum með söng sínum.

Árni Ísleifsson píanisti og tónskáld er undirleikari með kórnumStarf kórsins mælist mjög vel fyrir en vegna hækkunar á ferðakostnaði var tvísýnt um framhald á hinni öflugu dagskrá hans í þágu almennings. Þá hljóp Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt undir bagga og veitti 100 þús. króna ferðastyrk í fyrra og var það endurtekið nú.

Gerðubergskórinn fer víða og syngur við margvísleg tækifæriSigurður Már Helgason veitti styrknum móttöku fyrir hönd kórfélaganna og flutti forseta klúbbsins Friðriki Alexanderssyni og klúbbfélögum öllum bestu þakkir fyrir hugulsemina. Því næst söng kórinn nokkur lög við hinar bestu undirtektir. Stjórnandi kórsins er Kári Friðriksson en Árni Ísleifsson leikur undir á píanó.

Texti og myndir Markús Örn Antonsson