Fréttir
Viðurkenning veitt í FB
Samkvæmt langri hefð veitir klúbburinn viðurkenningu við útskrift nýstúdenta frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Alls útskrifuðust 162 nemendur við skólaslitaathöfn, sem fram fór í Háskólabíói 22. maí sl. Viðurkenningu klúbbsins fyrir góðan námsárangur og forystu í félagslífi skólans hlaut Leifur Daníel Sigurðarson, stúdent af rafvirkjabraut að loknu starfsnámi. Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari, Leifur Daníel Sigurðarson og Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, sem var fulltrúi rótarýklúbbsins við athöfnina. Ljósmynd: Jóhannes Long.