Fréttir
  • 002

23.5.2011

Sjóstangveiði

Fundur klúbbsins þann 16.05 11 var færður út á Faxaflóa.   Félagar mættu galvaskir til leiks um fimmleytið.  Allir glaðir og kátir og tilbúnir í átökin við Ægi konung.   Ekki dró úr eftirvæntingu

félaganna að bjart var yfir.     Þegar komið var út í Flóa var strekkingsvindur  og líðan félaganna varð ærið mismunandi.  Allir stóðu sig þó hið besta og segja má allir hafi fengið í soðið.   Almenn ánægja ríkti með að brjóta fundarformið upp, fara út á sjó og rifja upp undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar á tímum mikillar umræðu um kvóta og strandveiðar.