Fréttir
  • Aðstaða til útivistar í Elliðaárdalnum batnar stöðugt.

8.6.2012

Ræddu útivist í Elliðaárdal á sameiginlegum fundi

Félagar í Rkl. Reykjavík-Breiðholt sóttu heim Rkl. Reykjavík-Árbæ fimmtudaginn 6. júní og áttu þar góða stund með rótarýfélögum sínum norðan Elliðaánna, en málefni útivistarsvæðisins í Elliðaárdal voru einmitt á dagskrá fundarins.

 

Halldór Árnason, forseti Árbæjarklúbbsins, býður gesti velkomna. Við hlið hans situr Ingvar Pálsson, forseti Breiðholtsklúbbsins.Halldór Árnason, forseti Árbæjarklúbbsins, bauð gestina velkomna en Ingvar Pálsson, forseti Breiðholtsklúbbsins þakkaði hinar góðu móttökur. Á fundinum var 31 félagi úr Árbæjarklúbbnum og 29 úr Breiðholtsklúbbnum. Rótarýklúbburinn Reykjavík – Breiðholt er móðurklúbbur Árbæjarklúbbsins og veitti honum dyggan stuðning við fyrstu skrefin. Klúbburinn var stofnaður 29. mars 1990 í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju við Rofabæ og þar hefur síðan verið aðsetur og fundarstaður hans.

Magnús Magnússon varpaði fram spurningunni um sameiginleg verkefni klúbbanna í Elliðaárdal.Á fundinum voru þrír nýir félagar teknir inn í Árbæjarklúbbinn en síðan flutti klúbbfélaginn Magnús Magnússon hugleiðingu um útivistarsvæðið í Elliðaárdalnum, sem nýtur sívaxandi vinsælda borgarbúa enda einstæð náttúruperla. Nýlega hafa verið stofnuð Hollvinasamtök Elliðaárdalsins með tilstuðlan hverfisráða Árbæjar og Breiðholts. Fundarmenn fylgdust áhugasamir með erindi Magnúsar Magnússonar.Magnús varpaði fram spurningunni um mögulegt samstarf milli rótarýklúbbanna tveggja að einhverjum þáttum sem lúta að bættri aðstöðu fyrir útivistarfólk í dalnum. Verður það mál tekið til nánari umfjöllunar á vettvangi klúbbanna.

Jón Magngeirsson segir sögu drykkjarfontsins.Árið 2005 hafði Árbæjarklúbburinn frumkvæði að því móta Rótarýlund með drykkjarfonti og bekkjum við gönguleiðina í Elliðaárdal þar sem hún liggur næst safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Það ár voru 100 ár liðin frá stofnun Rótarýhreyfingarinnar og 15 ár frá fullgildingarhátíð Rótarýklúbbsins Reykjavík – Árbær. Verkið var unnið í góðu samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Fundarmenn saman komnir í Rótarýlundi við göngustíg í Elliðaárdal. Að fundi loknum sl. fimmtudag var haldið að svæðinu við drykkjarfontinn, þar sem Jón Magngeirsson, félagi í Árbæjarklúbbnum, sagði frá verkefninu og frágangi á svæðinu umhverfis drykkjarfontinn. Að endingu fór þar fram myndataka af  gestum og gestgjöfum.