Fréttir
  • Rúmlega 100 bílar eru í förum á vegum Íslandspósts.

6.3.2012

Heimsókn til Íslandspósts h.f.

Klúbbfélagar fóru í heimsókn í aðalbækistöðvar Íslandspósts h.f. við Stórhöfða í Reykjavík mánudaginn 5. mars.

 

Bögglapóstur nýkominn úr flugvél.Farin var skoðunarferð um póstmóttökustöðina og síðan í skrifstofubygginguna, þar sem hlýtt var á erindi Ingimundar Sigurpálssonar, forstjóra, um starfsemi fyrirtækisins. Snæddur var léttur málsverður í boði Íslandspósts.Kjartan Flosason veitti upplýsingar um starfsemina.

Flokkunarvélin getur lesið á og flokkað 36 þús. bréf á klukkustund.Þeir Hjörtur Sigvaldason, Kjartan Flosason og Tryggvi Þorsteinsson greindu frá fjölbreyttum þáttum starfseminnar hjá þessu mikilvæga þjónustufyrirtæki, sem hefur um 1200 manns í vinnu. Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu 6,5 milljörðum króna og jukust um 3% frá fyrra ári.  

Meðal annars var fylgt eftir ferli flokkunar á pósti, ýmist með flokkunarvél, sem les póstnúmer, eða í handavinnu. Um póststöðina, sem er í 6000 fermetra húsnæði að Stórhöfða 32, fara að jafnaði um 150 þúsund bréf á dag í innanlandspósti, um 3000 sendingar fara daglega til útlanda og frá útlöndum koma um 6000. Póstur er sendur héðan í flugi beint til 8 landa í Evrópu og til Bandaríkjanna en að öðru leyti hefur verið samið við danska póstinn um framhaldssendingar um Kaupmannahöfn.

Hluti gestahópsins hlýðir á frásögn af gæðastýringu.Athyglisvert var að kynnast nýjungum í rekstri útkeyrsludeildar á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur yfir að ráða 54 bílum, þar af eru 30% metangasbílar. Ökusíritar eru í bílunum og skrá upplýsingar um aksturslag og stopptíma sem lagt er til grundvallar frammistöðumati og hvatningarverðlaunum til bílstjóra, sem veitt eru mánaðarlega.

Ingimundur Sigurpálsson forstjóriÍ máli Ingimundar Sigurpálssonar kom fram að 11 pósthús starfa á höfuðborgarsvæðinu en yfir 60 pósthús og afgreiðslur eru á landsbyggðinni. Póstkassar eru 200 talsins víða um land. Yfir 100 bílar eru í akstri daglega um allt landið og um 400 bréfberar eru að störfum.

 

 

 

Myndir og texti: Markús Örn Antonsson