Fréttir
  • Söngatriði Emilíu Möller og Friðriks Alexanderssonar

7.12.2011

Jólahlaðborð og skemmtisamkoma klúbbsins

Klúbbfélagar ásamt mökum áttu ánægjulega kvöldstund saman á Hotel Natura (áður Hótel Loftleiðir) mánudaginn 5. desember. Viðstaddir nutu fjölbreyttra veitinga af hlaðborði og klúbbfélagar sáu um skemmtiatriði.

 

Þetta aðventukvöld var á reglulegum fundardegi klúbbsins og fór því fram stuttur klúbbfundur í upphafi, sem Friðrik Alexandersson, verðandi klúbbforseti stýrði í fjarveru Ingvars Pálssonar, forseta klúbbsins sem var forfallaður vegna veikinda.Þorsteinn Tómasson annaðist veislustjórnina Síðan tók Þorsteinn Tómasson við veislustjórn og kryddaði viðfangsefnið með innlendum og erlendum gamansögum.

Á jólahlaðborðinu voru hefðbundnar krásir og að málsverði loknum tóku við dagskráratriði sem klúbbfélagar önnuðust. Hinrik Bjarnason flutti sögu eftir Þórarin EldjárnHinrik Bjarnason flutti gamansama og hugljúfa sögu úr bókinni “Sérðu það sem ég sé” eftir Þórarin Eldjárn, Friðrik Alexandersson lék á gítar og söng ásamt Emilíu Möller, en síðan tóku verðandi forsetar lagið saman, þeir Friðrik Alexandersson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Að endingu sungu allir viðstaddir “Heims um ból.”  Þótti þessi samverustund takast einkar velVerðandi forsetar tóku lagið saman.Sungið saman í lok samkomunnarLjúffengar veitingar freistuðu gestanna á hlaðborði