Fréttir
  • Brautryðjandinn Sesselja Sigmundsdóttir ásamt börnum á Sólheimum

23.5.2012

Ferð að Sólheimum í Grímsnesi

Fimmtán manna hópur klúbbfélaga og maka hélt austur að Sólheimum í Grímsnesi laugardaginn 19. maí að kynna sér starfsemina þar. Einnig var með í för brasilíski skiptineminn Paulinha, sem dvelst hér á landi á vegum klúbbsins.

 

Sesseljuhús, samkomu- og sýningamiðstöðPétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, tók á móti gestunum og bauð þá velkomna. Eftir að við hafa þegið súpu og brauð í kaffistofunni Grænu könnunni, fór hópurinn í fylgd Péturs í  Sesseljuhús, sem er glæsilegt  umhverfis- og fræðslusetur og sýningarhús um sjálfbærar byggingar.  Þar gerði Pétur grein fyrir  sögu staðarins.Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima, sagði frá uppbyggingu og daglegu starfi

Sólheimar voru stofnaðir af Sesselju H. Sigmundsdóttur (1902-1974) árið 1930 og byggja m.a. að nokkru á hugmyndafræði Rudolf Steiner (1861-1925). Sólheimar voru fyrsti staðurinn á Norðurlöndum til að stunda lífeflda ræktun (bio-dynamics) og  jafnframt fyrsti íslenski aðilinn að alþjóðasamtökunum Global Eco-village Network.  Sólheimar eru sjálfbært samfélag.  Þar búa og starfa saman um það bil 100 einstaklingar, þar af 40-50 fatlaðir,  í skapandi, alþjóðlegu umhverfi með áherslu á umhverfismál, listræna vinnu og lífræna ræktun. Rakti Pétur sögu staðarins og þess mannúðarstarfs sem þar hefur farið fram.

Í kirkju staðarinsSíðan lá leiðin að kirkju staðarins sem hefur Hestfjall í baksýn og hefur frumdrög sín frá fjallinu. Eftir að hafa hlýtt á byggingasögu kirkjunnar og helstu muna hennar getið sungu gestir sálm undir handleiðslu eins klúbbfélagans, séra Valgeirs Ástráðssonar. Klúbbfélagarnir séra Valgeir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eiga sæti í í fulltrúaráði Sólheima.

Næst var farið í Vigdísarhús sem reist var að hluta  fyrir afgang af kosningasjóði Vigísar Finnbogadóttur vegna forsetakosninganna 1980. Þar er mötuneyti staðarins, bakarí og ýmsar vinnustofur. Umhverfissýning í Sesseljuhúsi skoðuð Því næst var gengið um svæðið og ýmsar byggingar  skoðaðar, hús sem reist hafa verið fyrir fjáraflafé  einstaklinga og heimilismanna eins og t.d. leikhúsið sem reist var í kjölfar söfnunarátaks Reynis Péturs þegar hann gekk í kringum landið. Skoðaðar voru vinnustofur, þar sem handverkið er í öndvegi. Íbúar staðarins stunda vefnað, keramikgerð, smíðar og gerð kerta og annars skrauts úr vaxi. Þeir vinna einnig í gróðurhúsum  staðarins.

Íbúðarhús á SólheimumMikil og glæsileg uppbygging hefur átt sér stað á Sólheimum undanfarin ár og einstaklega vel búið að heimilisfólki þar. Í lokin var skoðaður listaverkagarður Sólheima sem geymir myndverk tólf höfunda. Pétri Sveinbjarnarsyni var þökkuð fróðleg og skemmtileg leiðsögn og staðnum óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Smellið hér: Sjá myndband úr Sólheimaferðinni