Fréttir
  • Kjarabaráttu sjómanna eru gerð skil

20.8.2013

Klúbbfélagar fræddust um sæfarendur, fiskveiðar og siglingar

Sjóminjasafnið Víkin hefur öðlast sess sem einkar áhugaverð safna- og fræðslustofnun í borgarlífi Reykjavíkur. Klúbburinn heimsótti safnið 19. ágúst og naut þar leiðsagnar Eiríks P. Jörundssonar forstöðumanns.

Upphaf safnsins má rekja til þess að 17. maí 2001 lagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi forseti Rótarýklúbbs Breiðholts, fram tillögu í borgarstjórn um að Reykjavíkurborg beitti sér fyrir stofnun og rekstri sjóminjasafns í Reykjavík. Starfshópur var skipaður til að kanna hugmyndir um stofnun slíks safns. Starfshópinn skipuðu þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sigrún Magnúsdóttir og Helgi Pétursson.  Í mars 2002 lagði starfshópurinn fyrst fram tillögur sínar í borgarráði og voru þær samþykktar í meginatriðum.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorsteinn Tómasson
Í maí 2003 skoðaði starfshópurinn húsnæðið að Grandagarði 8, þar sem BÚR hafði áður verið til húsa. Á haustdögum ákvað hafnarstjórn að Reykjavíkurhöfn keypti húsnæðið fyrir Sjóminjasafnið, alls 1.900 fm, og voru kaupin á húsinu fyrsta afgerandi framlagið sem safninu áskotnaðist. Óhætt er að fullyrða að húsnæði Sjóminjasafnsins í Reykjavík standi nærri hjarta fiskveiða og siglinga í Reykjavík. Ber þar hæst sjálfa Reykjavíkurhöfn og Örfirisey.Eiríkur P Jörundsson, forstöðumaður
Víkin tók formlega til starfa í ársbyrjun 2005 og var Sigrún Magnúsdóttir ráðin forstöðumaður safnsins. Safnið var opnað almenningi með fyrstu sýningu þess á Hátíð hafsins 4. júní 2005. Þann dag opnaði safnið dyrnar fyrir fyrstu safngestunum þegar sýningin Togarar í hundrað ár  var formlega opnuð.
Víkin er ungt safn í örum vexti og er sýningarými þess núna um 1200 fermetra innandyra. Þar eru fimm sýningar í jafn mörgum sölum sem m.a. rekja þróun fiskveiða og strandmenningar Íslendinga í aldanna rás. Hlutverk safnsins er að safna og miðla upplýsingum um minjar tengdar sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.Hinar fjölbreyttu sýningar skoðaðar Þá er varðskipið Óðinn hluti af safninu og liggur við sérstaka safnbryggju. Gestum safnsins gefst kostur á að skoða þetta merka skip. Óðinn tók þátt í öllum þorskastríðunum á síðustu öld og fór að auki í fjölmarga björgunarleiðangra. Handan Óðins við safnbryggjuna liggur dráttar- og lóðsbáturinn Magni, fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi.       Ljósm. Friðrik Alexandersson.