Fréttir

23.2.2016

Rótarýdagurinn 27. febrúar 2016

Í ár hafa rótarýklúbbarnir Reykjavík Breiðholt og Árbæjarklúbburinn ákeðið að vera með sameiginlega hátíðardagskrá í tilefni af Rótarýdeginum laugardaginn 27. febrúar kl. 14:00-16:00 í Fylkisheimilinu í Árbæjarhverfi. Þangað eru allir velkomnir til að fræðast um Rótarý auk þess sem boðið verður upp á fræðsluefni um Elliðaárdalinn í bland við tónlistaratriði og sitthvað fleira.