Nýr félagi í klúbbnum
Jóhanna Gunnarsdóttir, þjónustu- og verkefnastjóri hjá Regin/Smáralind, gekk formlega í klúbbinn á fundi hans 4. janúar sl. Starfsgrein hennar verður: Skrifstofuþjónusta og önnur þjónusta við atvinnurekstur.
Jóhanna tók BS-gráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík árið 1993. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og var að loknu námi sölustjóri hjá Silfurlaxi, annaðist síðar stjórn markaðsmála hjá Jóhanni Ólafssyni & Co., var stöðvarstjóri hjá Skeljungi , framkvæmdastjóri Íþróttamiðstöðvarinnar Lágafells og er nú þjónustu- og verkefnastjóri hjá Regin/Smáralind.
Sigríður K. Ingvarsdóttir, forseti klúbbsins, kynnti Jóhönnu fyrir klúbbfélögum, gerði henni grein fyrir markmiðum Rótarýhreyfingarinnar og bauð hana velkomna til starfa í klúbbnum. Félagar á fundi fögnuðu Jóhönnu með lófataki.
Mynd: Eyrún Ingadóttir