Fréttir
  • Fundarmenn hlýddu á hugvekju Kristjáns Búasonar um Rótarýstarfið.

12.11.2013

Félagar í Árbæjarklúbbnum í heimsókn

Félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Árbær heimsóttu klúbbinn á fundi 11. nóvember sl. Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt var móðurklúbbur Árbæjarklúbbsins, þegar hann var stofnaður í mars 1990.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti Breiðholtsklúbbsins, bauð félaga í Árbæjarklúbbnum velkomna og rifjaði upp tengsl klúbbanna á liðnum árum. Minnti hann m.a. á áform þeirra um að vinna að sameiginlegum verkefnum, sem kæmu íbúum á félagssvæðum þeirra að gagni. Forsetar klúbbanna, Vilhjálmur og Reynir.
Forsetar klúbbanna þeir Vilhjálmur og Reynir Ragnarsson settu fund hvor í sínum klúbbi en síðan var borinn fram málsverður og við tók dagskrá á vegum Breiðholtsklúbbsins. Kristján Búason, Rkl. Breiðholts, flutti hugvekju um nokkur undirstöðuatriði í starfi Rótarýhreyfingarinnar og mikilvægi þjónustuhugsjónar hennar. Aðalræðumaður fundarins var Sigurbjörn J. Gunnarsson, forstjóri Lyfju ehf. og félagi í Rkl. Breiðholts.Félagar úr báðum klúbbum nutu ánægjulegrar samverustundar. Ræddi hann um breytingar á lyfsölu í landinu eftir að hún var gefin frjáls, og gerði grein fyrir uppbyggingu og rekstri fyrirtækisins.  Lyfja hf var stofnuð 1995 og hóf rekstur lyfjabúðar að Lágmúla 5, árið 1996. Í dag rekur Lyfja hf 42 verslanir og afgreiðslustaði undir merkjum Lyfju, Apóteksins, Heilsuhússins og Lyfjalausna. Þá á Lyfja hf heildsölufyrirtækið Heilsu ehf. Hjá Lyfju hf starfa um 300 manns. Ræddi Sigurbjörn m.a. um verðlagningu á lyfjum hérlendis og reglur þar að lútandi. Erindi Sigurbjörns Gunnarssonar vakti menn til umhugsunar.Að loknu erindi hans voru báru fundarmenn fram nokkrar fyrirspurnir, sem Sigurbjörn svaraði greiðlega. Var síðan komið að fundarlokum og fundi sagt slitið í báðum klúbbunum með formlegum hætti.

Ljósm. Kristján Pétur, Rkl. Árbæjar