Fréttir

21.12.2015

Viðurkenning til nýstúdents í FB

Forseti klúbbsins afhenti nýstúdent við FB viðurkenningu föstudaginn 18 des. þegar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti útskrifaði 130 nemendur af 17 námsbrautum.

Forseti Rkl. Reykjavík Breiðholt, Sigríður K. Ingvarsdóttir, afhenti Hallfríði Erlu Pétursdóttur af textilbraut skólans viðurkenningu klúbbsins. Hallfríður Erla var tilnefnd af skólanum fyrir framúrskarandi árangur á sinni braut ásamt því að vera virk í félagslífi skólans. Hún hélt ræðu f.h.nýstúdenta við útskriftina. Ein af textílvörum hennar hefur verið gríðarlega vinsæl núna fyrir jólin og er verið að selja hana á jólamarkaðinum á Ingólfstorgi. Jóhannes Long, félagi í Rkl. Reykjavík Breiðholt tók þess mynd af Hallfríði Erlu ásamt Sigríði, forseta klúbbsins.