Þrír nýir félagar gengu í klúbbinn
Markmið stjórnar um að fjölga klúbbfélögum gengur eftir. Þeir eru nú 66 talsins.
Á fundi klúbbsins hinn 11. febrúar sl voru teknir í klúbbinn þrír nýir félagar. Þeir eru:
Grímur Þ. Valdimarsson, örverufræðingur, starfar sem ráðgjafi í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, viðskiptafræðingur, starfar sem skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Þorgeir Örlygsson, lögfræðingur og hæstaréttardómari.
Friðrik Alexandersson, forseti klúbbsins, fagnaði hinum nýju félögum og kynnti þeim starfsemi Rótarýhreyfingarinnar. Nefndi hann helstu markmiðin, umfang hennar og fjölda þjóðlanda, klúbba og félaga á heimsvísu og hér innanlands. Þá gerði hann grein fyrir helstu réttindum og skyldum sem fylgja því að gerast meðlimur í rótarýklúbbi.
Að þessu loknu kynntu nýju félagarnir sig og starfsferil sinn með hefðbundnum hætti. Ljósm. Sveinn H. Skúlason.