Fréttir
  • Auglýsing úr 100 ára sögu Eimskips.

5.11.2013

Stórfróðleg heimsókn til Eimskips í Sundahöfn

Eimskipafélag Íslands fagnar aldarafmæli sínu í janúar 2014. Klúbburinn var því tímanlega á ferðinni þegar hann leit inn hjá félaginu í starfsstöðvar þess við Sundahöfn 4. nóvember sl.

Klúbbfélagar fjölmenntu í Vöruhótel Eimskips ofan við hafnarbakkana, þar sem  Haukur Örn Jóhannesson, forvarnarfulltrúi í öryggisdeild, tók á móti þeim og veitti leiðsögn um húsakynni vörugeymslunnar. Þar getur einnig að líta vísi að minjasafni með líkönum af eldri skipum félagsins, munum úr þeim og einkennisbúningum, svo nokkuð sé nefnt. Vilhjálmur klúbbforseti kannar mætingaskrána. Síðar var haldið  í ökuferð um svæðið. Þar stóð yfir losun úr tveimur flutningaskipum félagsins. Líkön af eldri og sögufrægum skipum félagsins vöktu athygli.Ekið var framhjá gámastæðum, kæligeymslunni Sundakæli, þvottastöð, tækjageymslum auk bílaflota félagsins til vöruflutninga innanlands og endað við skrifstofuhúsið, þar sem m.a. yfirstjórn félagsins hefur nú aðsetur.
Ólafur W. Hand, kynningar- og markaðsstjóri, tók á móti klúbbfélögum og og rakti fyrir þeim ýmis áhugaverð atriði úr sögu þess, fjallaði um breytingar á rekstraraðstæðum á síðustu árum og framtíðaráætlanir. Starfsemin er afar umfangsmikil enda hefur félagið 51 starfsstöð í 18 löndum auk 68 samstarfsaðila í 38 löndum. Horft yfir vörugeymslurýmið.Eimskip býður upp á heildarlausnir í flutningum sem byggjast á áreiðanlegu og skilvirku flutningskerfi í Norður Atlantshafi og frystiflutningsmiðlun um allan heim. Eimskip myndar þannig trausta og órjúfanlega keðju flutninga frá sendanda til móttakanda. Asíumarkaður hefur vaxandi þýðingu í starfsemi félagsins og voru nokkrir forystumenn félagsins einmitt í heimsókn í Kína þá stundina. Í Kína er verið að smíða ný gámaskip fyrir Eimskip.
Siglingakerfi félagsins er þróað og margbrotið enda byggir það á tíðum ferðum til hafna beggja vegna Atlantshafsins og siglinga til ýmissa hafna hér innanlands.  Eimskip rekur fjórar siglingaleiðir á Ólafur William Hand, kynningarstjóri Eimskips.Norður-Atlantshafi. Þrjár þeirra liggja á milli Íslands, Færeyja og meginlands Evrópu og ein á milli Íslands, Noregs og Ameríku. Athygli vekur sérleið frá Bretlandseyjum norður til Murmansk Í Rússlandi með viðkomu í ýmsum höfnum í Noregi.
Eimskip hefur með höndum margvíslegan rekstur innanlands. Þar á meðal er Eimskip Flytjandi sem er einn öflugasti landflutningaaðilinn á markaðnum. Eimskip Flytjandi býður upp á ferðir daglega til allra landshluta allt árið um kring.Kynningin á starfsemi Eimskips var einkar áhugaverð. Einnig er boðið upp á víðtæka vörudreifingarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið sér um allan gámaakstur sem tengist inn- og útflutningi hjá Eimskip. Það tók nýlega í notkun Klettakæli sem er 450 m2 þjónustumiðstöð fyrir ferskan fisk og er staðsett í Klettagörðum.
Heildarfjöldi starfsmanna Eimskips er um 1350 manns, þar af starfa um 780 manns á Íslandi.  Árangur, Samstarf, Traust eru einkunnarorð félagsins sem vill vekja athygli á því að upphafsstafir þeirra mynda orðið ÁST!

                                                                                                             Texti og myndir Markús Örn Antonsson