Fréttir
  • Umdæmisstjóri afhenti fána alþjóðahreyfingarinnar 2012-2013

21.9.2012

Umdæmisstjóri kynnti forgangsverkefni starfsársins

Klúbburinn  fagnaði Kristjáni Haraldssyni, umdæmisstjóra og eiginkonu hans Halldóru S. Magnúsdóttur, á fundi 18. september. Voru þau hjónin nýkomin af glæsilegu umdæmisþingi Rótarý, sem haldið var í heimabæ þeirra á Ísafirði 14. og 15. september.

 

Friðrik Alexandersson,klúbbforseti, ásamt hjónunum Halldóru S. Magnúsdóttur og Kristjáni Haraldssyni, umdæmissstjóraHeimsókn nýs umdæmisstjóra í klúbbana er einkar ánægjulegur árlegur viðburður, þar sem tækifæri gefst til að kynnast nýjum leiðtoga rótarýhreyfingarinar hér á landi og áhersluatriðum hans í starfinu. Friðrik Alexandersson, forseti Rótarýklúbbs Breiðholts, bauð gestina velkomna.  Í upphafi flutti umdæmisstjóri stutta kynningu á boðskap alþjóðaforsetans Sakuji Tanaka. Kjörorð hans er „Peace through service“ eða á íslensku „Þjónusta í þágu friðar“. Þá vék umdæmisstjórinn að stöðu Rótarý á heimsvísu um þessar mundir. Fram kom að rótarýklúbbar eru rúmlega 34.400 talsins í 217 löndum og eru meðlimirnir alls 1.230.551. Þá eru Rotaract-félagar 210 þús.

Kristján umdæmisstjóri varpaði fram spurningunni: Af hveru erum við í Rótarý? Hann svaraði henni á greinargóðan hátt og undirstrikaði eftirfarandi atriði:

-Rótarý er félagsskapur fólks með sameiginleg markmið.

-Tækifæri til að þjóna samfélaginu og stuðla að vináttu á milli þjóða.

-Kynni af forystumönnum á öðrum  sviðum atvinnulífsins.

-Fjölbreytt og fræðandi fundarefni.  

- Kunningsskapur við rótarýfólk á fundum í öðrum klúbbum.

Kristján Haraldsson,umdæmisstjóri, ávarpar fundinnUmdæmisstjóri gerði öflugt klúbbstarf að umtalsefni og vísaði í því sambandi í tilvitnun á ensku: “Rotary so much more than meeting and eating” Hann rifjaði upp ummæli rithöfundarins Bernhard Shaw um að Rótary væri að fara út að borða eins og það væri helsti tilgangurinn. Í framhaldi varpaði Kristján fram spurningunum: “ Hvar ræðir fjölskyldan málin? Hvar segja fjölskyldumeðlimir frá upplifun sinni? Hvar skiptast fjölskyldumeðlimir á skoðunum? Hvar er heilagasti tími fjölskyldunnar? Svar við öllum þessum spurningum er við matarborðið. Þetta gildir einnig um Rótarý. Það er ekki maturinn sem er aðalatriðið heldur það sem gerist kringum matarborðið. Þar er hinn sanni rótarýandi á ferð“

Umdæmisstjóri beindi þeim tilmælum til klúbbsins að huga vel að stuðningi við Rótarýsjóðinn og þau merku verkefni, sem hann gengst fyrir eins og PolioPlus, sem nú er að ljúka. Rótarýklúbbar um allan heim eru hvattir til að leggja fram til sjóðsins sem nemur 100 Bandaríkjadölum árlega fyrir hvern félaga. Frá upphafi hafa íslenskir Rótarýfélagar lagt fram 990.000 dollara til sjóðsins. Það er því stutt í milljón dollarana.

Að lokum gerði Kristján grein fyrir þeim verkefnum sem hann ætlar að setja í forgang á þessu starfsári:

- Gera Rótarýhreyfinguna og hennar góðu verk sýnilegri almenningi. Það er full ástæða til að stíga fram og gera opinberlega grein fyrir samfélagsverkefnum Rótarýhreyfingarinnar og á hverju starf hennar grundvallast.

Klúbbfélagar ásamt gestunum- Virkari þátttaka klúbba í verkefnum og fjölgun þeirra í okkar eigin samfélagi. Við skulum horfa til þess hvar er brýnt að taka til hendinni í okkar næsta umhverfi, getum við t.d. gert eitthvað til þess að létta öldruðum, börnum eða æskufólki lífið? Verkefnin geta einnig verið í öðrum löndum og öðrum heimsálfum. Rótarýsjóðurinn hefur hlutfallslega litla yfirbyggingu og því fara nánast öll framlög til sjóðsins til líknarmála. Miklar breytingar verða á styrkjakerfi sjóðsins á næsta starfsári og munu þá a.m.k. 50% framlaganna skila sér aftur til verkefna umdæmisins og klúbbanna sem við getum m.a. nýtt til verkefna í nærumhverfi okkar.

- Fjölga félögum í klúbbnum okkar. Markmið alheimshreyfingarinnar er að það fjölgi um 3% á ári sem þýðir að við þurfum hér á landi að auka félagafjöldann í heild um u.þ.b. 40.

 

                                                                                                                                             Markús Örn Antonsson