Fréttir

17.12.2014

Dagamunur á aðventunni

Klúbburinn efndi til hátíðarkvöldverðar á Grand Hotel og fundar í Seljakirkju í aðdraganda jólahátíðarinnar. 

Hátíðarkvöldverður klúbbfélaga ásamt mökum fór fram á Grand Hotel mánudaginn 1. desember. Elías Ólafsson, forseti klúbbsins setti fund en skipaði Friðrik Alexandersson veislustjóra.

Grímur Þ. Valdimarsson flutti hugvekju en síðan var borðaður dýrindismatur af jólahlaðborði, forréttir, aðalréttir eftirréttir og kaffi.

Undir borðhaldi söng Sigríður Friðriksdóttir jólalög við gítarundirleik félaga síns.

Mánudaginn 15. desember var fundur haldinn í Seljakirkju þar sem sr. Valgeir Ástráðsson tók á móti rótarýfélögum sínum. Lárus Loftsson, matreiðslumaður, bar fram kalkún með ýmsu meðlæti á hlaðborði í safnaðarheimilinu en að borðhaldi loknu var gengið til kirkju. Þar sungu klúbbfélagar „Bjart er yfir Betlehem“ við undirleik klúbbfélagans Hrafns Pálssonar. Síðan flutti sr. Valgeir kvæði Matthíasar Jochumssonar „Jólin 1891“ og færði klúbbfélögum og fjölskyldum þeirra jólakveðjur. Fundinum lauk með því að viðstaddir sameinuðust í bæninni „Faðir vor“.