Fréttir
  • Tryggvi Pálsson, Rannveig Gunnarsdóttir og Ingvar Pálsson

15.9.2011

Nýtum tímann til góðs

Klúbburinn fagnaði þeim Tryggva Pálssyni, umdæmisstjóra og eignkonu hans Rannveigu Gunnarsdóttur, á klúbbfundi hinn 12. september 2011.

Yfirskriftin sem Tryggvi hefur valið boðskap sínum til rótarýklúbbanna í landinu er :„Nýtum tímann til góðs.“ Leiðarljós starfsársins er undir kjörorði alþjóðaforseta Rótarýhreyfingarinnar Kalyan Banerjee: „Hlýddu rödd hjarta þíns“.

Ingvar Pálsson, klúbbforseti Rkl. Reykjavík Breiðholt, kynnti umdæmisstjóra og eiginkonu hans en síðan hóf Tryggvi mál sitt með því að fjalla um umsvif og gildi Rótarýhreyfingarinnar, áherslur starfsársins og hefðir og endurnýjun í starfi. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að nýta fundina til fræðslu og hvatningar svo að samveran og samvinnan í klúbbunum verði ánægjuleg og árangursrík. Vék hann að umfangi alþjóðahreyfingarinnar, og nefndi m.a. að hún væri í þróttmiklum vexti í löndum, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Mikil vinna fer í stefnumótun og áherslan er á klúbbastarfið.

Tryggvi gerir grein fyrir áhersluatriðumTryggvi ræddi því næst um þjónustuleiðirnar fimm; þjónustan sé öllum til hagsbóta. Rótarýhreyfingin gæfi fólki sem er í forystu á öllum sviðum samfélagsins tækifæri til að þjóna sínu næsta umhverfi og stuðla að víðtækari reynslu og vináttu.

Umdæmisstjóri kynnti því næst umdæmisþing Rótarý, sem haldið verður 14. – 15. október nk. Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær sér um undirbúning þess en þingið verður haldið á Icelandair Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll (Hótel Loftleiðir). Allir rótarýfélagar eru velkomnir á þingið en það er skyldumæting hjá forseta og ritara.

Umdæmisstjóri leggur áherslu á eftirfarandi meginatriði:

  • Virkari þátttöku klúbba í verkefnum. Hann tiltók nokkur verkefni sem klúbbar vinna að um þessar mundir, t.d. fegrun og hreinsun svæða, stuðning við skólanemendur og viðurkenningar til þeirra, og starfskynningardag.
  • Kröftugan endasprekk í baráttunni við útrýmingu lömunarveiki.
  • Nýjan klúbb sem sniðinn yrði að lífstíl yngri félaga (30 ára +). Líklega mun Rvk.-Miðbær fóstra klúbbinn.
  • Mikilvægt er að fjölga félögum og stofna nýja Rótarýklúbba.

Eftir að umdæmisstjóri lauk máli sínu voru umræður og fyrirspurnir. Þar lagði hann til að efnt yrði til hugarflugsfundar og/eða skoðanakönnunar meðal klúbbfélaga vegna verkefna á vegum klúbbsins.

Smella hér:  http://issuu.com/rafritin/docs/rotarymyndir