Fréttir
  • Ingvar Pálsson, fyrrv. klúbbforseti og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi forseti, ásamt nokkrum kórfélögum.

9.11.2013

Styrkur til Gerðubergskórsins afhentur

Félagar í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt minntust góðra hugsjóna Gerðbergskórsins þegar þeir samþykktu einróma að veita honum 100 þús. kr. stuðning á starfsárinu 2013- 2014.

Vilhjálmur forseti klúbbsins í ræðustól.Styrkurinn var afhentur við athöfn í Gerðubergi sl. föstudag, þar sem kórinn þakkaði fyrir sig með stuttri söngdagskrá.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti Rótarýklúbbsins Reykjavík-Breiðholt, flutti ávarp við þetta tækifæri og minntist í upphafi Guðrúnar Jónsdóttur, fyrrum forstöðumanns félagsstarfsins í Gerðubergi, sem lést nýlega.

Sigurður Már Helgason, einn af stofnendum Rkl. Reykjavík-Breiðholt, tók á móti styrknum f.h. kórsins. Á myndinni eru Árni Ísleifsson, Sigurður Már, Vilhjálmur og Kári Friðriksson.Allir sem þekktu Guðrúnu og unnu með henni sakna hennar sárt. Guðrún var einstök manneskja, einlæg og hjálpsöm, gaf mikið af sér og var framúrskarandi leiðtogi hér í félagsstarfinu i Gerðubergi. Guð blessi minningu hennar.“ sagði Vilhjálmur. „Það var ekki síst henni að þakka að augu okkar beindust að Gerðubergskórnum, kór eldri borgara í Breiðholti, þegar við fyrir þremur árum ræddum um stuðning við samfélagsleg verkefni í hverfinu,“

Að sögn Vilhjálms var þetta ekki eina ástæðan sem leiddi til ákvörðunar klúbbsins um að styðja kórinn, heldur fyrst og fremst dugnaður og framlag kórsins til betra og skemmtilegra mannlífs, ekki bara í Breiðholti, heldur einnig á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, ekki síst á hjúkrunarheimilum, í kirkjum, félagsmiðstöðvum fyrir aldraða, á Breiðholtsdögum og víðar.Gerðubergskórinn söng nokkur lög við athöfnina undir stjórn Kára Friðrikssonar, tónmenntakennara, sem hefur verið kórstjóri síðan 1994. Árni Ísleifsson lék á píanó.

Fyrir hönd klúbbsins óskaði Vilhjálmur Gerðubergskórnum góðs gengis í hinu þróttmikla og mikilvæga kórstarfi, sem hófst í Gerðubergi árið 1986. Hann þakkaði fyrir gróskumikið starf, fallegan söng og þann dugnað og jákvæða vilja sem býr í kórnum og kórstjórnanda.  Ljósm. Auður Theodórsdóttir.