Fréttir
Viðurkenning til Gerðubergskórsins
Rótarýklúbburinn Reykjavík Breiðholt hefur undanfarin ár veitt styrk til starfsemi Gerðubergskórsins. Sl. mánudag var haldin stutt athöfn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, þar sem styrkveiting fór fram.
Nokkrir félagar úr rótarýklúbbnum voru viðstaddir þegar Elías Ólafsson, forseti klúbbsins, afhenti styrkinn. Hann er veittur til að standa undir kostnaði vegna ferða kórfélaga við ýmis tækifæri þegar kórinn kemur fram og syngur. Fyrirtækið Guðmundur Jónasson sér um þá flutninga. Inga G. Guðmannsdóttir, formaður kórstjórnar, veitti styrknum viðtöku.
Við þessa athöfn söng kórinn nokkur lög undir stjórn Kára Friðrikssonar, við undirleik Árna Ísleifs, píanóleikara.
Sjá myndband. Smellið hér.