Fréttir

22.12.2014

Nýstúdent í FB hlaut viðurkenningu klúbbsins

Venju samkvæmt heiðraðri Rótarýklúbburinn Reykjavík Breiðholt nýstúdent við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sem fór fram hinn 18. desember sl.

Það var Guðmar Bjartur Elíasson stúdent af félagsfræðibraut sem hlaut viðurkenninguna. Hann var formaður Nemendafélags FB og keppti í MORFÍS  f.h. skólans. Viðurkenningin er veitt fyrir góðan árangur í námi og öfluga þátttöku í félagsstörfum nemenda innan skólans.

Á myndinni er Guðmar Bjartur ásamt Jóhannesi Long, sem var fulltrúi klúbbsins við útskriftina.