Fréttir
  • Hópurinn á góðum degi við Elliðavatn.

6.5.2013

Sunnudagur í skóglendinu

Klúbburinn efndi til könnunarferðar í skógræktarreit sinn í Heiðmörk sunnudaginn 5. maí.

 

Fyrir margt löngu fékk klúbburinn úthlutað ræktunarreit fyrir trjágróður í Heiðmörk. Frá því að Heiðmörkin var yfirlýst skógræktarland Reykvíkinga árið 1950 hafa mörg áhugamannafélög fengið þar  skika til skógræktar. Misvel hefur gengið eins og almennt gerist um trjárækt í landinu og fór svo að klúbburinn skaut þessu verkefni sínu á frest enda árangur lítt sýnilegur eftir nokkrar skógræktarferðir.
Unnið að merkingu reitsins.Í vorferð klúbbsins 2013 var þráðurinn tekinn upp að nýju. Félagar og makar ásamt skylduliði fóru í síðdegisferð á útivistarsvæðið í Heiðmörk en fyrst var höfð viðdvöl á Elliðavatni, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur nú aðsetur fyrir starfsemi sína. Á skógræktarsvæðinuFélagið hefur á umliðnum áratugum unnið afar merkt starf við ræktun skógar í borginni og nágrenni hennar, m.a. í Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Esjuhlíðum auk Heiðmerkur. Félagið annaðist um áratugaskeið  uppvöxt allra trjáplantna fyrir Reykjavíkurborg í gróðarstöð sinni í Fossvogi. Vinnuskóli unglinga hafði það hlutverk að planta trjánum út.
Ræktunarstarf vekur athygli.Ýmsir klúbbfélagar tóku til hendinni, þegar komið var í ræktunarreit klúbbsins og stungu niður allmörgum plöntum og gróðursettu auk þess tvö tré, sem hafa beðið gróðursetningar á svæðinuHópurinn á góðum degi við Elliðavatn..
Að lokinni þessari vitjun var aftur haldið að Elliðavatni, þar sem borinn var fram grillmatur og annað ljúfmeti.

 Texti og myndir Markús Örn Antonsson.