Fréttir

27.5.2016

Verðlaunaafhending við skólaslit hjá FB

Venju samkvæmt heiðraði klúbburinn nýstúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við skólaslit, sem fram fóru í Hörpu 25. maí sl.

Að þessu sinni  hlaut Sigrún María Jónsdóttir styrkinn frá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt. Hún útskrifaðist af félagsfræðibraut skólans og fékk verðlaunin fyrir góðan góðan námsárangur og þátttöku í félagsstarfi. Verðlaunin eru veitt í minningu Jóns Stefáns Rafnssonar tannlæknis, eins af stofnfélögum klúbbsins ,en Jón Stefán féll frá langt um aldur fram. Grímur Valdimarsson, gjaldkeri klúbbsins, var við skólaslitaathöfnina og afhenti Sigrúnu Maríu viðurkenningarskjalið. Ljósmyndina tók Jóhannes Long.