Klúbbþing
Á klúbbfundi Rótarýklúbbsins Reykjavík – Breiðholt mánudaginn 23. september var haldið klúbbþing, þar sem unnið var með niðurstöðu klúbbþings frá því í september í fyrra. Mjög góð umræða fór fram um starfsemi klúbbins, ekki síst um þáttöku í samfélagslegum verkefnum, fundarefni, starfsgreinaerindi, öflun nýrra félaga o.fl.
Margar ágætar hugmyndir og tillögur komu fram á fundinum sem stjórnin mun taka til meðferðar.
Undirbúningur klúbbþingsins var í höndum klúbbnefndar, undir forystu Eyjólfs Valdimarssonar, formanns nefndarinnar.
Í panel sátu Ari Jónasson, formaður félagavalsnefndar, Grímur Valdimarsson, formaður félagakynningarnefndar, Sigurlaug H. Svavarsdóttir, formaður hátíðarnefndar, Sigríður K. Ingvarsdóttir, formaður starfsgreinaþjónustunefndar og Örn Gylfason, formaður ferðanefndar.
Umræðustjóri var Hinrik Bjarnason, formaður ungmennaþjónustunefndar.