Fréttir
  • Ingvar Pálsson, klúbbforseti, og Jóhanna Sigurðardóttir, fulltrúi Gerðubergskórsins

31.10.2011

Klúbburinn styrkir Gerðubergskórinn

Ingvar Pálsson, klúbbforseti, afhenti kór aldraðra í Gerðubergi ferðastyrk frá klúbbnum að upphæð 100 þúsund krónur við stutta athöfn í Gerðubergi  27. október.

Kórinn hefur nú starfað í aldarfjórðung og fer víða til að koma fram við hin ýmsu tækifæri, m.a. í kirkjum og félagsmiðstöðvum. Styrkurinn  kórsins nemur 100 þúsund krónum.

Kórstarfið er blómlegt og víða sungið við hin ýmsu tækifæriÞað stóð yfir söngskemmtun í Gerðubergi þegar gesti úr stjórn klúbbsins bar að garði. Fyrir var hópur úr félagsstarfi eldri borgara á Seltjarnarnesi, sem heimstótti Gerðuberg. Guðrún Jónsdóttir,  forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Gerðubergi, tók á móti gestunum og gerði stutta grein fyrir starfi aldraðra þar. Hún rifjaði upp að stallari Rk Breiðholts Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefði á vettvangi borgarmálanna veitt starfinu í Gerðubergi margvíslegan stuðning.

Kári Friðriksson, kórstjóri, og Árni Ísleifs, píanóleikariFélagar í kórnum eru að jafnaði um 30 talsins og æfa þeir tvisvar í viku. Einnig starfar hljómsveitin Vinabandið innan vébanda félagsskaparins. Formaður er Jóhanna Sigurðardóttir. Kórstjóri er Kári Friðriksson, tónmenntakennari, og undirleikari hinn góðkunni Árni Ísleifs, píanóleikari og tónskáld.