Fréttir

29.2.2016

Fjölbreytt og fróðleg ráðstefna á Rótarýdaginn

Rótarýklúbbarnir í Árbæjarhverfi og Breiðholti sameinuðust um ráðstefnu í tilefni af Rótarýdeginum laugardaginn 27. febrúar sl. Ráðstefnan, sem fram fór í Fylkishöllinni í Árbæjarhverfi, var öllum opin enda markmiðið með henni að kynna starfsemi Rótarý fyrir almenningi. Félagar úr báðum klúbbunum sögðu frá markmiðum Rótarýhreyfingarinnar og starfsemi klúbbanna. „Fjölmenning“ var yfirskrift Rótarýdagsins og af því tilefni voru námsmannastyrkjum Rótarý og nemendaskiptum gerð sérstök skil. Einnig var athyglinni beint að Elliðaárdalnum, hinu sameiginlega útivistarsvæði hverfanna.

                                                                                                                                                                                    Myndir og texti MÖA