Fréttir

25.6.2014

Jónbjörg Sigurjónsdóttir- nýr félagi í klúbbnum

Á fundi klúbbsins 23. júní sl. var Jónbjörg Sigurjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri, boðin velkomin sem félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti klúbbsins, gerði grein fyrir markmiðum Rótarý og afhenti Jónbjörgu gögn til staðfestingar því að hún væri orðin fullgildur rótarýfélagi.

Jónbjörg er hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2 í Mjódd. Hún lagði stund á nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan B.Sc prófi árið 1995, diplómanámi á meistarastigi í hjúkrunarstjórnun frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 2007 og mastersprófi í hjúkrunarstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2011. Jónbjörg starfaði sem hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild 11-E á Landspítalanum en varð hjúkrunardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1998, hjúkrunarstjóri í Skógarbæ 2001 og hjúkrunarforstjóri þar árið 2006.
Jónbjörg hefur starfað í fagfélögum hjúkrunarfræðinga og stjórnenda í öldrunarþjónustu. Hún er félagi í Samfrímúrarareglunni og Guðspekifélagi Íslands og hefur sótt frístundanámskeið í svæðanuddi, grasalækningum, og í vatnslitamálun, teikningu og olíumálum í Listaháskóla Íslands. Þá hefur hún einnig sótt námskeið Endurmenntunar HÍ í ritsmíðum.
Eiginmaður Jónbjargar er Eiður H. Eiðsson.