Fréttir
  • Starfsskiptahópurinn frá umdæmi 9780 í Ástralíu

17.10.2011

Ástralir í starfshópaskiptum Rótarý í heimsókn

Fjórir ástralskir þátttakendur í starfshópaskiptum Rótarý ásamt fararstjóra sínum heimsóttu klúbbinn á fundi hans 17. október.

 

Birna Bjarnadóttir, Rk. Borgum Kópavogi, sem er formaður nefndar umdæmisins um þetta starf, kynnti hópinn og gerði grein fyrir starfshópaskiptum Rótarý, Group Study Exchange. Hinir áströlsku gestir voru komnir til fjögurra vikna dvalar á Íslandi og fór hópurinn víða um land til að kynna sér starfsemi fyrirtækja og stofnana í ýmsum greinum. Allir þátttakendurnir eru búsettir í suðausturhluta Ástralíu, í Rótarýumdæmi 9780 fyrir sunnan Melbourne.

Hópur ungra Íslendinga heimsækir umdæmið í Ástralíu í mars nk. í jafnlangri kynnisferð. Nokkrir klúbbfélagar í Rk Breiðholt tóku þátt í að undirbúa dagskrá áströlsku gestanna í Reykjavík, buðu þeim til dvalar á heimilum sínum eða önnuðust akstur, þ.e. þau Lúðvíg Lárusson, Jóhann Hjartarson, Sigríður K. Ingvarsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þorsteinn Tómasson.