Þetta helst

Gott golfmót þrátt fyrir slæmt veður

Golfmót Rótarýhreyfingarinnar var að þessu sinni haldið á Urriðavelli í Garðabæ 28. júní, hjá Golfklúbbnum Oddi. Það var Rótarýklúbbur Reykjavíkur sem sá um að halda mótið. Lesa meira

Lesa meira

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi árið 2018

Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Reykjavíkur og verður mótið haldið á Urriðavelli á svæði Golfklúbbsins Odds fimmtudaginn 28. júní 2018.

Eins og venjan er verður keppnin punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta heildarskor einstaklinga, án forgjafar. Verðlaun verða veitt fyrir högg næst holu á öllum par 3 brautum, auk þess sem dregið verður úr skorkortum í lokin. Lesa meira

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir tekur senn til starfa

Undirbúningsnefnd vegna stofnunar nýs rótarýklúbbs í Reykjavík hélt nýlega fund með stjórn rótarýklúbbsins e-Rótarý Ísland, þar sem ákveðið var að e-klúbburinn breytti starfsemi sinni í morgunverðarklúbb og gengi inn í það starf sem nú stendur yfir varðandi stofnun á nýjum morgunklúbbi í miðborg Reykjavíkur. Verður notast við vinnuheiti á klúbbnum uns félagarnir sjálfir hafa valið honum nafn. Samþykkt var að vinnuheitið verði Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir. Leitast verður við að hafa jafnt kynjahlutfall í klúbbnum og í stjórn hans, og breitt aldursbil almennt í félagahópnum. Gert er ráð fyrir að stofnfélagar verði 30 - 40.  Verðandi forseti klúbbsins er Róbert Melax sem hefur reynslu af störfum í Rótarý, bæði í rótarýklúbbi í Noregi og eins í Suður-Afríku. Fundir klubbsins eru opnir þeim sem þegar hafa ákveðið að skrá sig í klúbbinn og öðrum sem vilja kynnast starfinu með þátttöku í huga. Fundir eru haldnir á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg kl. 07:45 – 08:45 á þriðjudögum. Meðfylgjandi mynd var tekin af undirbúningsnefndinni á einum af fyrri fundunum.

Hlutu viðurkenningar fyrir framlög í Rótarýsjóðinn

Alþjóðastjórn Rótarý hefur veitt fimm íslenskum rótarýklúbbum viðurkenningu fyrir umtalsverð framlög þeirra til Rótarýsjóðins á starfsárinu 2016-2017. Rótarýklúbbur Keflavíkur, Rótarýklúbburinn Reykjavík-Grafarvogur og Rótarýklúbbur Kópavogs fengu viðurkenningu fyrir hæst framlög á hvern félaga af íslensku rótarýklúbbunum til hins svokallaða Annual Fund innan Rótarýsjóðsins. Rótarýklúbbur Keflavíkur veitti hæstu upphæðina eða 190 Bandaríkjadali á hvern félaga. Þá hlutu Rótarýklúbbur Keflavíkur, Rótarýklúbbur Reykjavíkur og Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg viðurkenningu, sem veitt er rótarýklúbbum fyrir framlög þeirra til PolioPlus átaksins gegn lömunarveiki í heiminum, að upphæð 1500 Bandaríkjadalir eða meira á starfsárinu. Myndin var tekin þegar Knútur Óskarsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, afhenti Önnu Birnu Jensdóttur, forseta Rótarýklúbbs Reykjavíkur, viðurkenningarskjalið.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning