Fjölsmiðjan og Sögufélag Kópavogs hlutu Rótarýstyrki
Á umdæmisþingi Rótarý í Kópavogi um siðustu helgi gerði Jón B. Guðnason, stjórnarformaður Verðlauna- og styrktarsjóðs Rótarý, grein fyrir þeirri ákvörðun að Fjölsmiðjan, vinnusetur fyrir ungt fólk á krossgötum í Kópavogi, og Sögufélag Kópavogs hljóti styrki úr Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý að þessu sinni, kr. 500.000 hvor aðili.