Viðurkenning fyrir endurgerð bryggju í Gróttu

Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar veitir árlega viðurkenningar fyrir það sem hún metur sérlega vel gert til að bæta umhverfi bæjarins. Að þessu sinni hlaut Rótarýklúbbur Seltjarnarness þann heiður að fá viðurkenningu fyrir endurbyggingu bryggjunnar við Albertsbúð í Gróttu.  Þessi mynd var tekin við athöfn sem umhverfisnefndin stóð fyrir af þessu tilefni, þriðjudaginn 29. júlí síðastliðinn. Það var Guðmundur Snorrason, forseti klúbbsins, ásamt þeim Guðmundi Ásgeirssyni, formanni Gróttunefndar og Agnari Erlingssyni, fulltrúa í Gróttunefnd, sem veittu viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd klúbbsins. Viðurkenningar sem þessar eru mikilvæg hvatning til allra um að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra. Myndin, talið frá vinstri: Guðmundur Ásgeirsson, Agnar Erlingsson og Guðmundur Snorrason.                           


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning