Styrkur veittur úr Tónlistarsjóði Rótarý
Tónlistarverðlaun Rótarý árið 2014, að upphæð 800 þúsund krónur, voru afhent á árlegum stórtónleikum hreyfingarinnar, sem að þessu sinni voru haldnir í Langholtskirkju föstudaginn 3. janúar. Verðlaunahafinn er Lára Bryndís Eggertsdóttir, orgelleikari.