Lokið við samstarfsverkefni á Indlandi
Um miðjan mars var fagnað verklokum við þróunarverkefni, sem íslenska rótarýumdæmið og nokkrir íslenskir rótarýklúbbar hafa staðið að í Mumbai á Indlandi í samstarfi við rótarýumdæmi þar og alþjóðlega Rótarýsjóðinn. Staðsetning verkefnisins er á starfssvæði rótarýklúbbsins Mumbai Downtown Sealand og sá hann um framkvæmdir. Hafa verið reistar 46 einingar sem eru með salerni og baði og sjá 260 manns fyrir hreinlætisaðstöðu. Lesa meira