Forsetar og ritarar gera klárt fyrir næsta starfsár

Verðandi stjórnir rótarýklúbbanna eru nú sem óðast að ganga frá verkefnaáætlunum sínum fyrir næsta starfsár. Einn liður í undirbúningsstarfinu er fræðslumót fyrir forseta og ritara, sem fram fór í Menntaskólanum  í Kópavogi sl. laugardag. Þátttakendur tóku daginn snemma, hittust yfir morgunkaffi kl. 8.15 og hófu fundarstörfin kl. 9.00 með setningarávarpi Magnúsar B. Jónssonar, umdæmisstjóra, Rkl. Borgarness. Farið var vandlega yfir notkun á vefsíðum umdæmisins og Rotary International fyrir utanumhald margvíslegra upplýsinga sem forystumenn klúbba þurfa að standa skil á og nú fara fram rafrænt. Í erindi sínu á fræðslumótinu gerði Guðmundur Jens Þorvarðarson, Rkl. Kópavogs, grein fyrir áhersluatriðum sínum í starfi umdæmisstjóra 2016-2017. Lesa meira


 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning