Rótarýklúbbur Reykjavíkur 80 ára
Rótarýklúbbur Reykjavíkur fagnar 80 ára afmæli sínu um þessar mundir. Hann var stofnaður Í Oddfellowhúsinu hinn 13. september 1934. Sá viðburður markaði upphaf Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, sem í heild sinni stendur því á merkum tímamótum. Klúbburinn heldur upp á afmælið með hátíðarsamkomu á Hótel Borg að kvöldi afmælisdagsins.