Nýr umdæmisstjóri tekinn til starfa

Umdæmisstjóraskipti fóru fram á fundi í Rkl. Kópavogs, sem haldinn var föstudaginn 1. júlí, í upphafi nýs starfsárs Rótarý. Guðmundur Jens Þorvarðarson, löggiltur endurskoðandi, Rkl. Kópavogs, tók við embætti umdæmisstjóra en Magnús B. Jónsson, Rkl. Borgarness, lét af störfum. Guðmundur Jens og eiginkona hans Svava Haraldsdóttir tóku á móti embættistáknum og blómum með árnaðaróskum frá Magnúsi og konu hans Steinunni S. Ingólfsdóttur. Klúbbfélagar og gestir fögnuðu Guðmundi og Svövu á þessum tímamótum með langvinnu lófataki.

Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning