Stórtónleikar Rótarý sunnudaginn 7. janúar 2018
Stórtónleikar Rótarý 2018 verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 7. janúar 2018 kl. 17.00. Flytjendur verða Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritón, og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Verðlaun úr Tónlistarsjóði Rótarý 2018 verða afhent. Verðlaunahafar eru Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran, og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, flytur ávarp. Jónas Ingimundarson er stjórnandi tónlistardagskrár. Aðgöngumiðar verða seldir í Hörpu.