Góð aðsókn að atvinnusýningu í Borgarnesi
Margt var um manninn á Atvinnusýningu í Hjálmakletti (húsi Menntaskóla Borgarfjarðar) s.l. laugardag. Þá stóð Rótarýklúbbur Borgarness fyrir málstofu um morguninn með yfirskriftinni „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“. Forseti Rótarýklúbbs Borgarness, Kristján Rafn Sigurðsson og Lárus Ársælsson, forseti Rótarýklúbbs Akraness settu rótarýfundi beggja klúbba. Birna G. Bjarnadóttir hélt erindi með kynningu á starfi Rotary International og gerði efninu ítarleg skil.