Rkl. Borgir sigraði í sveitakeppni golfmótsins

Árlegt golfmót rótarýklúbbanna fór fram á golfvellinum á Kiðjabergi í Grímsnesi 30. júní. Þátttakendur voru úr 11 rótarýklúbbum, um 50 manns alls. Þeir voru í ljómandi keppnisskapi og nutu útiverunnar í einstaklega fögru umhverfi  með útsýni til Hvítár og Hestvatns. Undirbúningur mótsins var í höndum Rkl. Reykjavík-Miðborg undir forystu Sólveigar Pétursdóttur. Aðalverðlaunin, hinn glæsilega farandbikar fyrir sveitakeppni klúbba, hlutu þau Guðmundur Ásgeirsson og Guðrún S. Eyjólfsdóttir í Rkl. Borgum, Kópavogi.

Lesa meira



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning