Umdæmisstjóraskipti fóru fram 1. júlí á fundi Rkl. Borgarness
Magnús B. Jónsson tók formlega við embætti
umdæmisstjóra Rótarý hinn 1. júlí. Athöfnin fór fram á fundi hjá Rótarýklúbbi
Borgarness, sem að þessu sinni var
haldinn á Bifröst að viðstöddum félögum Magnúsar í Borgarnessklúbbnum ásamt mörgum
öðrum gestum. Dagskrá fundarins var fjölbreytt og mótaðist af því að
stjórnarskipti urðu þennan dag hjá umdæminu og klúbbnum við upphaf nýs
rótarýárs. Á myndinni, sem tekin var við umdæmisstjóraskiptin, eru hjónin Ásmundur
Karlsson og Guðbjörg Alfreðsdóttir, fráfarandi umdæmisstjóri, Magnús B. Jónsson,
umdæmisstjóri 2015-2016 og Steinunn S. Ingólfsdóttir, eiginkona hans.