Verðlaun veitt úr styrktarsjóði Rótarý

Fjöliðjan, verndaður vinnustaður í Borgarnesi og Snorrastofa í Reykholti hlutu viðurkenningu frá Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý á Íslandi á umdæmisþingi Rótarý, sem haldið var í Borgarnesi  9. og 10. október. Formaður stjórnar sjóðsins Jón B. Guðnason, Rótarýklúbbi Keflavíkur, gerði grein fyrir styrkveitingunni, sem nemur 500 þús. krónum til hvors aðila. Hjördís Hjartardóttir, félagsmálastjóri Borgarbyggðar, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Fjöliðjunnar og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður, fyrir hönd Snorrastofu. Magnús B. Jónsson, umdæmisstjóri, afhenti viðurkenningarskjölin formlega. Lesa meira.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning