Skákmót Rótarýklúbbanna á Íslandi

verður haldið 7. apríl n.k.

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt stendur fyrir skákmóti Rótarýklúbbanna á Íslandi, mánudagskvöldið 7. apríl nk. kl. 20.00 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík og er mótið opið öllum Rótarýfélögum á landinu.
Tefldar verða 7 umferðir með styttri umhugsunartíma og er áformað að mótið standi í um tvær klukkustundir. 

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í sveitakeppni en þar telja samanlagðir vinningar tveggja bestu Rótarýfélaga frá hverjum klúbbi.  Jafnframt verða veitt einstaklingsverðlaun fyrir þrjú efstu sætin.
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt býður öllum skákáhugamönnum, sem hyggja á þátttöku í mótinu, til reglulegs fundar klúbbsins sama kvöld kl. 18.15 á Grand Hótel í Reykjavík, þar sem stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson munu segja frá kynnum sínum af Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistara í skák.  Gjald fyrir kvöldverðarfund og þátttöku í mótinu er kr. 3.600 en kr. 1.000 fyrir þá sem eingöngu taka þátt í mótinu.
Skákáhugamenn Rótarýklúbbanna nær og fjær eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri dagskrá og léttu skákmóti.  Skráningarfrestur er til 1. apríl nk.  Skráning er hjá formanni skáknefndar klúbbsins, Jóni L. Árnasyni, jonlarnason@gmail.com en auk hans skipa mótsnefndina þeir Jóhann Hjartarson og Guðmundur Kristinn Ingvarsson.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning