Stórtónleikar Rótarý í Hörpu 3. janúar
Stórtónleikar Rótarý 2016 verða í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 3. janúar n.k. og hefjast kl. 20. Þar verða tveimur ungum tónlistarmönnum einnig afhentir styrkir úr Tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi. Það eru óperusöngvarinn Magnús Baldvinsson, bassi, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, sem verða burðarásarnir á tónleikunum, en einnig koma þar fram verðlaunahafar tónlistarsjóðsins. Jónas hefur stýrt tónleikadagskránni frá upphafi. Kynnir tónleikanna er Bergþór Pálsson. Lesa meira