Styrkveiting á glæsilegum stórtónleikum Rótarý

Stórtónleikar Rótarý 2017 voru haldnir í Norðurljósasal Hörpu í gær 8. janúar og stóðu frá kl. 20.00 til 22.30 með hléi þegar tónleikagestir skáluðu í kampavíni og fögnuðu nýju ári. Á tónleikunum voru m.a. afhentir styrkir úr Tónlistarsjóði Rótarý. Að þessu sinni hlutu þá Ísak Ríkharðsson, fiðluleikari og Jóhann Kristinsson, baritón, kr. 800.000 hvor. Báðir stunda þeir framhaldsnám erlendis, Ísak í Zürich og Jóhann í Berlín. Komu þeir fram í dagskrá tónleikanna í gær.  Á myndinni eru f.v. Guðmundur Jens Þorvarðarson, umdæmisstjóri Rótarý, Ísak Ríkharðsson, Jóhann Kristinsson og Erlendur Hjaltason, formaður stjórnar Tónlistarsjóðs Rótarý.  Lesa meira


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning