Rkl. Seltjarnarness minntist Jóns Gunnlaugssonar, fyrrum umdæmisstjóra
Rótarýklúbbur Seltjarnarness efndi til fundar í Nauthól við Fossvog sl. föstudag til að minnast þess að daginn áður, 8. maí, voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns heitins Gunnlaugssonar, læknis, sem beitti sér fyrir stofnun klúbbsins og var fyrsti forseti hans 1971. Jón gegndi embætti umdæmisstjóra Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi 1980-1981.