Dagur átaksins „Útrýmum lömunarveiki“
Hinn 24. október hvetjum við til þess að lömunarveiki verði útrýmt, sem er átaksverkefni alþjóða Rótarýhreyfingarinnar. Allt frá árinu 1985 hefur Rótarý lagt fram háar fjárhæðir til að styrkja átakið og líka lagt til sjálfboðaliða í bólusetningarherferðum víða um heim. Íslenskir Rótarýfélagar hafa meðal annars tekið þátt í slíku átaki á Indlandi og safnað í heild meira en 1 milljón dollara. Lesa meira